Friday 2 January 2009

Iceland Express og Icelandair

Gleðilegt ár!
Ég er enn að kyngja því að ég þurfi að borga 125.311 íslenskar krónur fyrir að bjóða syni mínum og sonarsyni heim um áramótin með Iceland Express. Fargjald frá Köben til Kef fyrir 1 fullorðin og 6 ára gamalt barn og til baka. Skýring flugfélagsins er sú að þetta sé gjaldið þar sem hann hafi pantað það 13.des og þá hafi bara dýru sætin verið eftir. Er þetta eðlilegt?
Hvar er samkeppnin? Eða er þetta bara sama gamla sagan að alltaf séu íslendingar sem búa í útlöndum píndir um jól og áramót þegar heimþráin er í hámarki?
Við hjón flugum til Dk via Oslo um jólin og borguðum 60 þús með Icelandair og sonarsonur flaug til DK um áramót fyrir rúml 30 þús kr með Icelandair (djöf...leiðist mér að nota þetta nafn) og má segja að það sé sanngjarnt verð, en 125 þús?
Enda því ættum við að búast við samkeppni þegar sömu aðilar eiga bæði flugfélögin. Það er svo dásamlegt að vera íslendingur!
Gleðilegt ferðaár kæru landar

1 comment:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Þetta er auðvitað bara fáránlegt.