Thursday 22 January 2009

Njarð- víkingar?

Í dag er ég afar spennt fyrir framtaki Njarðar P. Njarðvík og Ólínu Þorvarðardóttur um nýja hugsun fyrir næstu framtíð. Ég hvet lesendur mína til að fara inná bloggið hennar Ólínu og þar er komið inná helstu atriði um hugsanlega lausn mála.
Það verður blaðamannafundur í dag og í dag verður opnuð síða þar sem fólk getur skráð sig inn til samþykktar tillögunum. Skoðið þetta!

Ég ætla líka að lýsa yfir leiða mínum yfir hvernig fólk er að taka þessi friðsamlegu mótmæli og snúa þeim í skömm. Það er að mínu mati alveg óverjandi að ráðast á fólk með ofbeldi og líkamsmeiðingum. Mér fannst alveg óþolandi að sjá aðförina að Geir og hans mönnum, sem og ofbeldi gegn lögreglunni.
Það má hafa hátt, henda snjó og eggjum (betra samt að éta þau), syngja, gaula, klappa. Því fleiri sem mæta og gera slíkt, því meiri áhrif, sem virðast nú vera að skila árangri. Það er ekki ofbeldið sem skilar árangri, það er fjöldinn sem mætti á þriðjudag með hávaðann! Því fleiri því betra.

No comments: