Tuesday 20 January 2009

Fyrsti dagur mótmæla 20.jan 2009

Fórum á mótmælafundinn í dag og vorum mætt á Austurvöll um kl 13. Þar var töluvert stór hópur mættur og margir með hristur og flautur. Mér fannst stemmningin strax mögnuð og eitthvað í loftinu. Það bættust stöðugt fleiri og fleiri í hópinn og fjölbreyttni ásláttartækja varð meiri. Það var skemmtilegt að vera þarna, einstaka þingmenn sáust í gluggum á efri hæð Alþingishússins og gat ég þekkt þar m.a. Bjarna Ben og Sigurð K, Höskuld Þórhalls, Magnús Stefáns og einhverja fleiri.
Ég sá eftir því að hafa ekki tekið með mér pottlok og sleif, hávaðinn magnaðist og bættist heldur betur í þegar sjálfur Sturla Jónsson kom með þennan líka loftlúðurinn, það var gaman og samtaka tilfinningin jókst.
Okkur fannst reyndar furðulegt þegar við komum þá var búið að strengja borða lögreglunnar fyrir Alþingishúsið og við skildum ekki hvers vegna? Okkur fannst þetta vera ögrun lögreglunnar við fólkið sem hafði mætt þarna 15 laugardaga í röð og allt í einu var komin borði þar sem okkur var bannað að koma nálægt húsinu. Ég skil ekki tilganginn og tel að þetta hafi aðeins gert fólk pirrað. Margir reyndu að komast innfyrir en löggan stoppaði þá af. Skyndilega var samt opnað og fjöldinn gekk af stað vinstra megin við Alþingishúsið, þ.e. á milli þess og Dómkirkjunnar. Ég hélt að þetta væri eitthvað planað sem einhver ganga og flaut áfram með straumnum, en sá þegar ég kom fyrir hornið að þarna var aðeins verið að æsa leika milli löggu og yngri mótmælenda. Það var verið að stugga við fólki og því meinað að fara inní garðinn. Það var annað atriði sem við ræddum okkar í milli að væri óþarfi og þarna væri verið að ýkja hættuna, okkur fannst að það væri allt í lagi að banka í glugga Alþingis, við vorum þarna komin til að trufla þingfundi og það með því að skapa hávaða.
Við fórum þegar klukkan var rúmlega 13:30 því við höfðum skyldum að gegna sem við gátum ekki sleppt, en okkur dauðlangaði að vera lengur og virkilega sýna hve margiir eru mótmæltir þessari ríkisstjórn og valdhöfum öllum. Við ætlum að mæta aftur á morgun.

3 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Vá þið eruð svo frábær!
Hildur móðursystir er í DV í dag, þessi líka flotta mynd af henni.

Elías vildi að við færum, en ég þorði ekki, var eitthvað hrædd. En mikið er ég ánægð með þá sem fóru.

Í morgunfréttunum var talað við einn mótmælandann og hann sagði að í USA væri kominn nýr forseti sem bæri með sér von og það væri það sem okkur vantaði. Nýtt fólk og þar með von um betri framtíð. Mér fannt þetta flott orðað hjá honum og er algjörlega sammála.

BbulgroZ said...

Jú jú ...gaman að sjá og finna að þetta er að bera ávöxt, þessi mótmæli. Maður heyrir á stjórnarliðinu að þau eru farin aðeins að hugsa sinn gang (í það minnsta Samfylkingararmurinn)

Anonymous said...

Loosen [url=http://www.greatinvoice.com]free invoice[/url] software, inventory software and billing software to design competent invoices in bat of an eye while tracking your customers.