Friday 29 May 2009

Stjórnmál

Ég veit ekki hvað ég er að hugsa. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Nú er búið að hækka bensín og brennivín. Það má til sanns vegar færa að allir geti dregið saman á þeim vettvangi, hitt er annað að með þessari hækkun hækka líka öll lán og það hjá öllum. Það er svo ósanngjarnt, því neysluskattur er sanngjarn, en ekki þegar hann hleypur inná vísitöluna og hækkar í leiðinni önnur útgjöld, þar sem fólk hefur ekki val.
Samt hugsa ég um aðra hluti líka, en um daginn heyrði ég konu segja að hún ætlaði að kaupa ákveðin hlut þegar hún fengi útborgun af séreignasparnaði sínum þegar hún kæmi heim frá útlöndum um miðjan júní. Ég hugsaði mitt, er þetta ástæða til að taka út séreignasparnaðinn? Erum við Íslendingar alveg ófær um að aga okkur sjálf, ófær um að spara? Ófær um að neita okkur um eitthvað?
Spyr sá sem ekki veit!