Saturday 13 June 2009

Jurtatínsla

Fór í dag í sérlega skemmtilega ferð suður með sjó að tína lækningajurtir með grasalækninum Ásdísi Rögnu Einarsdóttur. Það var góð þáttaka í þessa ferð og lagt af stað frá Keflavík í þurru og skemmtlegu veðri.
Við fórum á þrjá mismunandi staði að tína grös (jurtir) og síðan úrbjuggum við okkur te sem við síðan hresstum okkur á í ferðalok. Þrátt fyrir smá rigningu öðru hvoru var þetta yndisleg ferð, fróðleg og skemmtileg. Ásdís Ragna er einstaklega skemmtileg og lífleg ung kona sem kom sinni þekkingu skýrt og greinilega á framfæri. Hún býr yfir mikilli orku og jákvæðni sem smitar til samferðafólksins.
Hlakka til að mæta aftur að ári, en þá ætlar Ásdís Ragna að kenna okkur smávegis í smyrslagerð líka.
Góður dagur, skemmtileg samvera og holl útivera! Reykjanesið er besta útivistarsvæðið.