Sunday 14 December 2008

Magnaður 9 laugardagurinn

Það var ótrúlega mögnuð stundin við Alþingishúsið í gær. Við bjuggumst ekki við neinu og enn síður við margmenni. En viti menn, það eru margir íslendingar hugsandi. Og allt í kringum okkur stóð fólk af öllum gerðum og stærðum og steinþagði, meðan Hörður las um ártölin á mínútufresti. Mér leið vel með þetta!
Við verðum að halda áfram, við megum ekki hætta, þessi ríkisstjórn, sem átti að stoppa ósómann í tíma, brást okkur og þá verður hún að fara. Það er einfalt og hún verður að fara strax. Á meðan kemur inn fólk með þekkingu sem stýrir þar til kosningar fara fram í vor.
Við hinn venjulegi íslendingur verðum að halda áfram að mótmæla með öllum vopnum, án ofbeldis. Ég er mjög ánægð með stýringu Harðar á þessum mótmælum en vildi að hópurinn sem kennir sig við raddir fólksins fari að skýra betur heimasíðuna sína svo maður geti farið að taka betri þátt og verða gerandi í mótmælunum. Þau þurfa að fara að verða fyrirferðameiri og tíminn er eftir áramót. Þá byrjar þetta fyrir alvöru, án ofbeldis.

1 comment:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Sammála þér. Mér fannst þessi mótmæli með þeim áhrifamestu sem ég hef farið á.

Að mæta þagnarmúrnum þegar maður kom á staðinn er ólýsanlegt. Fyllti mig bæði óhug og stolti í einu og sama andartakinu. Það er eitthvað óeðlilegt við það þegar hópur af fólki er saman kominn og það er enginn kliður, engar samræður. Þetta var magnað.

Og þarna stóðum við saman í þögninni og komum öllu því á framfæri sem þurfti.