Thursday 6 May 2010

Kreppan og réttlætið

Það hafa verið langir og erfiðir mánuðir undanfarið. Veturinn hefur verið langur og einhver undirtónn í öllu. Reiði og leiði vegna þess óréttlætis sem þjóðin hefur orðið að sitja undir, liggur alls staðar undir.
Í dag las ég góða grein eftir Þorvald Gylfason, ekki þá fyrstu, en þar talar hann um svokallaða pólsku aðferð til að ná fram réttlæti. Sú aðferð byggir á því að stjórnarherrar fyrri tíma sem skömmtuðu sér betri líffeyri til elliára en almennt viðgengst, yrðu sviptir þeim fríðindum. Fríðindum sem þeir skömmtuðu sér sjálfir og eru margfalt hærri en það sem hinn venjulegi maður getur átt von á.
Þorvaldur leggur til að þessi aðferð verði farin hér og þá gildi það um þá ráðamenn sem hófu sukkið, hrunið, spillinguna og valdníðsuna sem viðgengist hefur hér um árabil. Ég mæli með þessu og tel að það gæti verið skref í réttlætisátt.
Nú er loksins farið að handtaka þá menn sem við öll teljum að hafi farið glæfralega með þá ábyrgð sem þeim var sýnd. Nú getum við ef til vill farið að trúa því að réttlæti sé til í okkar samfélagi. Það er ekki slæm tilfinning:-)