Thursday 27 November 2008

alvöru mótmæli

Ég er hugsi yfir þeim mótmælum sem ég hef tekið þátt í. Ég er ekki til í ofbeldi eða neitt í þeim dúr. Ég las pistilinn hans Illuga Jökulssonar um daginn í Fréttablaðinu þar sem hann hæddist að lögreglunni fyrir að tala um eggjakast og tómatakast sem einhverja ógnun. Illugi sagði að slíkt meiddi engan og skemmdi ekkert og hreinsaðist upp nánast sjálfkrafa. Hins vegar sagði hann að það væri auðvitað sóun á matvælum og þess vegna ekki til eftirbreytni. Ég hef nýlega kynnst ungum frönskum manni sem finnst við íslendingar vera ansi hógvær í mótmælum og segir að það eigi að fara með kúaskít og sturta honum niður fyrir framan Alþingishúsið í miðri viku. Það meiðir engar og það skemmtir ekkert, en það veldur óþægindum, þ.e. lyktin og í miðri viku eru þingmenn á staðnum sem og ráðherrar.
Síðan er hitt að það eru margir að skipuleggja mótmæli á mismundandi tímum. Hví ekki að stefna öllum á sama tíma á sama stað? Væri það ekki áhrifaríkara? Eiga ekki öryrkjar og lífeyrisþegar sömu hagsmuna að gæta og það fólk sem hefur fylgt Herði Torfasyni að málum? Eru félagar í ASÍ ekki í sama báti og við hin og Hörður Torfason? Hví getur þetta fólk ekki komið af krafti með okkur á fundina hans Harðar?
En nú er að blása og minna alla á að fara úr vinnu á mánudaginn 1.des og mótmæla við Stjórnarráðið kl. 15!
Allir samtaka nú.

No comments: