Wednesday 19 November 2008

hversdagurinn

Það er mikið að gera þessa dagana. Við hjón höfum flutt okkur í "neðra" svefnherbergið og erum að taka hið "efra" í gegn. Hvítta gamla panelinn sem var orðin nokkuð dökkur, mála sperrurnar og kantlistana hvíta, einnig nýju svalahurðina og nýja opnanlega gluggann. Vonumst til að geta klárað þetta núna fyrir helgi. Þá verður eftir að láta sprautulakka hurðirnar þrjár sem eru á efri hæðinni, en þær eru orðnar ansi lúnar. Ég er mjög ánægð að geta tekið þetta svona í gegn, enda allt húsið orðið afar lúið og í mikilli þörf fyrir lagfæringar.
Á föstudaginn ætla ég að hafa matarboð fyrir vini mína og er að undirbúa matseðilinn. Á laugardag ætla ég á mótmælafundinn einu sinni enn og síðan fer ég heim að baka írsku jólakökuna mína og baka brauðið mitt og leyfa Bjarneyju dóttur að fylgjast með því hana vantar að ná tökum á brauðbakstri. Um leið kemur Elías tengdasonur að kíka á nýju tölvuna mína.
Á eftir fer ég að ná í Írisi Huldu og passa hana þar til mamma hennar kemur heim. Hún er algjör húmoristi og mikill sprellikelling. Það vantar núna bara herslumuninn á hjá henni að fara að ganga, en hún er að gera svona tilraunir á milli borða og stóla, og hlær mikið að sjálfri sér. Skemmtilegur krakki, engin spurning.

No comments: