Friday 21 November 2008

Mótmæli á morgun

Einn laugardagurinn enn á morgun og ég mæti á Austurvöll.
Það verður að koma þessu fólki frá stjórn landsins. Það á ekki að kjósa núna, það á að koma á Þjóðstjórn, þar sem fagfólk verður að axla þá ábyrgð að reyna að bjarga því sem bjargað verður.
Á alþingi nú eru aðeins "pólitíkusar" og þau eru lituð af því að vera í pólitísku harki og þar af leiðandi er allt sem þau gera og þær leiðir sem þau fara litaðar af pólitísku poti.
Sópum út, það er eina raunhæfa leiðin til þess að eitthvað af viti verði gert á þessu landi til að hinn venjulegi íslendingur borgi brúsann eftir allt sukkið. Við erum að tala um fólkið sem ekki mátti heyra orðið skattar, en nú æpir það látum litla manninn borga!
Þannig er það og þannig hefur það verið, nú er mál að linni.

1 comment:

Anonymous said...

Hittumst á Austurvelli á morgun.

Bjarney

ps. það er ekki nógu aðgengilegt að setja inn athugasemd hérna hjá þér. Líklegast eitthvað í stillingunum sem við þurfum að laga.