Sunday 16 November 2008

fyrsta tilraun

Jæja nú er ég komin með bloggsíðuna mína og ætla að reyna að nýta hana svona til að koma með hugsanir, pælingar og svoleiðis. Bjarney mín hefur verið að aðstoða mig við að komast inní þetta. Síðan væri gaman að fá svör og slíkt, en það eru auðvitað allir að blogga svo það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að vera að þessu líka.

5 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Velkomin á bloggið, hlakka til að fylgjast með þér hér,

Geir ráð fyrir fallegum sögum af mér :) og kannski eitthvað fleira...

abelinahulda said...

Jæja dóttir góð, þú heldur það já. Fallegar sögur af þér, þær geta nú varla verið margar:-) það er þá helst þegar ég var að reyna að laga til í herberginu þínu í denn. Þá var allt fullt af sandsteini (sem var nóg af í Háubökkumm), en þú safnaðir honum í fataskápnum þínum og því miður þegar hann þornar þá hríslast sandurinnn útum allt. Svo mér fannst ekki sniðugt að fá þetta útum allt. En þú varst ekki alveg sammála mér:-)

Bjarney Halldórsdóttir said...

En þetta var háalvarleg jarðfræðirannsókn. Hver veit nema þarna leyndust steingervingar sem gætu breytt sögu mannkyns.

abelinahulda said...

jú satt segir þú.
en nú er ég að hugsa um gjörðir okkar bráðsnalla stjórnmálamanna. nú eru þau væntanlega búin að binda okkur öll í mörg ár á klafa skulda við mörg ríki Evrópu. Ég held að fáir geti séð hvar þetta endar.
Ég var áðan að hlusta á Útvarp Sögu (er að mestu hætt að hlusta á Gufuna hún er orðin að poppstöð) og þar var maður að hneykslast á fólki sem færi á mótmælafundi og vildi nýjar kosningar. hvað vill fólk spyr hann og þá segi ég. Ég vil ekki venjulegar kosningar. Ég vil að ALLIR ráðamenn fari frá núna og til verði kallað margt af því ágæta fólki sem hefur verið að tjá sig í blöðum og ljósvakamiðlum undanfarið. Þetta fólk verður að taka á sig að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Þjóðstjórn er málið og einhverjir pólitíkusar gætu verið til ráðgjafar, en inn með nýtt fólk, með nýja sýn. og út með ASÍ forystu sem auglýsir bara áfram Ísland og Vilhjálmur hjá atvinnurekendum er líka óhæfur og háður því að sama súpan sé soðin áfram. Jæja ég er komin útí horn og hætti hér. Var að baka brauð og bananaköku og er að mála svefnóið, svo ég verð að halda áfram.

abelinahulda said...

Mér fannst gott innskot hjá einhverjum pistlahöfundi í Fréttablaðinu í morgun þegar hann hafði fjallað um afsögn Guðna Ágústssonar, að nú væru bara 61 eftir!
Á hinn bógin kom vel fram hvernig flokksfólk hugsar, þar sem Valgerður Sverrisdóttir, núverandi formaður Framsóknar, sagði um afsögn fyrrnefnds þingmanns að "hann hafi fyrst og fremst haft hagsmuni Framsóknarflokksins í huga" Þetta er svo dæmigert fyrir stjórnmálamenn á Íslandi að "Flokkurinn" er eins og enhver guð sem þurfi að bukta sig og beygja fyrir. Flokkurinn er það sem skiptir meira máli en hagur og hagsmunir einstaklinganna.