Thursday 4 December 2008

Davíð enn og aftur

Alveg er þetta með eindæmum með þennan Davíð. Í mörg mörg ár hefur þessi maður gengið um eins og sá sem alvaldið hefur. Frá honum hefur stafað kuldagustur af hroka og lítilsvirðingu fyrir samferðafólkinu, þannig að erfitt er að skilja hvers vegna venjulegt fólk hefur viljað gefa honum atkvæði sitt. Þannig hefur það nú samt verið.
Flestir héldu nú að þeir væru lausir við manninn þegar hann gróf sig niður í Svörtuloftum að halda utan um budduna, en alltaf skal hann koma uppá yfirborðið með sama hrokafulla hættinum og í gegnum tíðina hefur mér fundist allt snúast um það sem hann segir og gerir! Eða er þetta algjör misskilningur hjá mér?
Hann segir nú sjálfur að hann hafi séð hrun bankanna fyrir lifandis löngu og sífellt verið að láta vita, aðvara þjóðina og stjórnina og fjármálaeftirlitið. En það hafi bara ekki verið hlustað eða tekið mark á honum! Ég spyr, trúir þessu einhver?

1 comment:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Þetta er svo farsakennt allt saman.

Þetta lið allt saman sem við höfum kosið yfir okkur er meira og minna veruleikafyrrt.