Thursday 7 January 2010

Árið 2010

Árið 2010 komið og ég sem trúði því ekki sem barn að ég ætti eftir að lifa aldamótin. Árið 2000 var í slíkri órafjalægð að það var erfitt að ímynda sér að maður ætti eftir að upplifa það. Þá töluðum við vinkonurnar um hvernig heimurinn yrði árið 2000, það var mikið tækniundur sem við sáum fyrir okkur. Allt átti að vera hægt og maður átti að geta flogið svona sí svona, án flugvélar.
En nú er 2010 komið og enn lifi ég og tæknin ekkert svo ofsalega mikið framar en þegar ég var barn. Mest eru það tölvurnar, þær sá maður ekki fyrir og netið og farsímarnir. En lífið heldur áfram og nú erum við Bjarney dóttir mín farnar að setja okkur í stellingar fyrir hjólaferð í júli eitthvað um Vestfirðina.
Verkefnið er að ákveða dagsetningar og finna gististað þaðan sem við getum tekið hjólatúra út frá. Ég held það verði ævintýri að hjóla á þessu fallega svæði og ég held að þar geti verið kyrrð sem ekki verður upplifuð á mörgum öðrum stöðum.
Við Bjarney erum að vona að einhverjir fleiri hafi áhuga, nennu og getu til að slást í för með okkur, sumir til að hjóla með í lengri eða skemmri tíma, aðrir til að sjá hvernig gengur og vera með okkur á gististað og einhverjir til að kippa trússi með sér fyrir okkur.
Eitt er víst, þetta verður gaman.

5 comments:

IonnKorr said...

Nice Blog!

Greetings from Greece!

Bjarney Halldórsdóttir said...

Þetta verður gaman og mig er farið að hlakka til.

abelinahulda said...

Já þetta verður gaman það veit ég, hún Guðrún Þór frænka stakk uppá Dýrafirði. Þar hef ég gist í gamla skólanum að Núpi, var bara mjög fínt og þar er líka hægt að tjalda. Þar eru ágætar hjólaleiðir og ekki of mikið af brekkum.
Minna og Bjarni eru búin að ákveða að elda okkur og taka Jafnvel hjólin með, ha ha ha.
ÉG hlakka líka til:-)

Bjarney Halldórsdóttir said...

öööö.. ætla þau að ELDA okkur?
Ég vona sannarlega að þetta hafi verið innsláttarvilla hjá þér og að þau ætli að elta okkur eða elda ofaní okkur.

BbulgroZ said...

Hvur veit nema að maður sláist í för...en máski nýji gríski vinur ykkar fái að fljóta með?