Thursday 28 January 2010

Framhald..

Nú er verulega gengið á te forðann minn, sem ég týndi s.l. sumar. Ég sé að ég verð að vera aðeins duglegri en í fyrra og nú veit ég betur hvað ég vil og hvar ég næ í það. Svona gengur það, maður byrjar á einhverju, kann það ekki en ef maður heldur áfram að þreifa fyrir sér, þá kemur þekking og hlutirnir ganga betur.
Mikið hlakka ég til vorsins og í næstu viku byrja ég að kíkja á tréin. Þarf að útvega mér langar klippur, ef einhver veit hvar maður fær svoleiðis (lánað eða keypt), þá endilega láta mig vita.

3 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Ég var að klára maríustakkinn minn í fyrradag. Þarf meira af honum og meira af vallhumlinum, hann er líka búinn.

Langar klippur veit ég ekki hvar fást en veit um þann sem veit um svoleiðis.

abelinahulda said...

Jæja Bjarney mín, svona er þetta svo þú ert til í meiri tínslu í vor. Hildur hefur boðið okkur að koma í bústað og tína það sem hægt er þar. Síðan getum við farið suðureftir snemma í júní og tínt það sem okkur vantar þar. ÉG held að við þurfum að fara í maí að ná fíflum og fleira. Síðan þurfum við að skoða meira hvönnina, sem á að vera allra meina bót, bæði fræ, stöngull og blöð og rót!

Bjarney Halldórsdóttir said...

Já ég er til í tínslu.

En byrjarðu strax að kíkja á trén varðandi klippingu? Má fara að klippa þau strax?

Svo fer að koma tími til að forrækra grænmeti og slíkt sem á að fara út í matjurtargarðinn.