Thursday 28 January 2010

Ilmur af vori!

Veðurblíðan hefur sérstök áhrif á fólk þessa dagana. Þessi endalausa blíða gerir það að verkum að mig er farið að klæja í fingurna eftir vorverkunum. Birtan sem er nú 2 tímum lengur en um áramótin hefur líka sín áhrif. Nú er að renna tími trjáklippinga og þar þarf ég nú heldur betur að taka til hendinni. Ég þarf að skera verulega niður lerkið fyrir norðan hús, en garðyrkjufræðingur sagði að það gæti losað mig við óværu sem hefur gert lerkinu lífið leitt. Síðan eru það öll hin trén, einnig þarf ég að rífa upp með rótum þessar gljávíðisplöntur sem eftir eru og ekki hafa náð að jafna sig á sveppasýkingu. Nú eru komin hátt í 10 ár síðan þessar plöntur sýktust og sama hvað ég hef reynt þær verða bara ljótari og ljótari. Svo nú verður þeim fórnað.
Ég fékk frábæra gjöf frá bróður mínum í afmælisgjöf, gjafakort í garðyrkjustöð. Svo nú er ég að velta þessu fyrir mér fram og til baka, hvað á ég að fá mér. Garðurinn er nógu stór svo það verður spennandi að velja eitthverja fína plöntu.
Ég er einnig farin að undirbúa (í huganum) forsáningu matjurta, blóma og svo kryddjurta. Það þarf að huga að góðum stað til að koma þessu til, þar þarf að vera bjart og aðgengilegt. Hefði alveg viljað vera komin með gróðurhús, ha ha ha, mikið vill meira!
Nú er verulega gengið á teforðann minn, sem ég týndi í hinni g

No comments: