Wednesday 4 November 2009

Ilmur af jólum

Ég veit að enn er langt til jóla, nóvember rétt að byrja, en nú þarf ég að fara að baka írsku jólakökuna mína og þegar fer að dimma svona mikið þá kemst ég ósjálfrátt í jólaskap. Ég ætla að fara að finna seríur og setja í gluggana. Það er svo notalegt í öllu myrkrinu.
Nú hef ég skipulagt smá jólahlaðborð með afkomendum mínum og hlakka verulega til þess. Við ætlum að borða góðan mat og síðan ætlum við að prófa að skera út í laufabrauð og steikja. Þetta verður reglulega skemmtilegt.
Í ár verðum við heima á jólunum og síðan koma danirnir okkar milli jóla og nýjárs og verða yfir áramótin. Það er ávallt sérstakt að fá að hafa alla fjölskylduna saman, þar sem einn meðlimurinn er búsettur í útlöndum, er það sérstakt þegar við náum öllum saman og það líkar mér mjög vel. Ég er svo einstaklega heppin í þessu lífi að eiga svo einstök börn og afkomendur þeirra og makar ekki verri.

3 comments:

Eyrún said...

Vel sagt! Og núna er ég byrjuð að hlakka ótrúlega mikið til í þetta hlaðborð, hvenær verður það svo??
Allavega er ég sammála þér, jólastuðið er komið í flesta, og ég held að sumir eiga eftir að segja :getum við bara ekki drifið þetta af?!

Bjarney Halldórsdóttir said...

Sammála þér að það er gaman þegar við komum öll saman. Þetta verða örugglega góð áramót.

En ég hlakka sérstakelga til laufabrauðsbakstursins eftir matarmenninguna.

Svo verður líka gaman hjá minni litlu fjölskyldu að upplifa fyrstu jólin í nýja húsinu.

abelinahulda said...

Já Bjarney ég veit að það verður mjög gaman að skreyta og undirbúa jólin í nýja húsinu, njótið þess:-)